Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Ég er týndur...

Ég hafði aldrei áttað mig á því að ég væri týndur... ég hafði þess vegna aldrei leitað að mér og en síður fundið mig. En við það að vera spurðu að því hver ég væri eiginlega eftir heljarinnar rifrildi við sjálfan mig inná klósetti komst ég að því að ég hef verið týndur og þarf að finna mig til þess að komast að því hver ég er... 

Spurningin er kannski ekki hvort ég þarf að finna mig heldur hvernig ég ætla að finna mig? Hvar á ég að byrja?  Hvað er það sem gerir mig að því sem ég er, hvað svo sem það er? Leit mín þarf að byrja einhverstaðar og hvar er betra að byrja en heima hjá mér? Ég hlýt að finna mig þar, ef ekki þar hvar þá? En hvar á ég heima? Hvað er hið raunverulega heimili mitt? Er það húsið sem ég bý í eða er einhverstaðar annars staðar? Jú vissulega er húsið þar sem ég bý heimili mitt en er það eina heimili mitt er það eini staðurinn þar sem ég bý. Nei, heimili mitt er líka þar sem þeir sem ég elska eru, sem flækir málið dálítið. Þarna er ég strax kominn með nokkra staði til að leita á.

Áður en ég byrja að leita ætla ég þó að biðja hvern þann sem sér þessa færslu og skildi kannast við það að hafa séð mig eða heyrt að láta mig vita svo ég geti náð í sjálfan mig.

 


Höfundur

Daði
Daði
Hjálpið mér að finna mig, ég er týndur!!!
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband