Skammarkrókurinn...

Jæja, þá er ég búinn að sitja af mér í skammarkróknum ásamt syni mínum og tíkinn(þá á ég við hundinn).  Þetta er allt hluti af 1,2,3 uppeldiskerfinu sem konan mín hefur sett á heima. Á ensku kallast þetta "Martial law". Af þeim ástæðum verður þetta stutt og lag gott...

 


Fjölgyðinstrú!

Ég sem hafði hugsað mér að rugla hér út í eitt hef komist að því að ég er ekki eingyðistrúar eins og ég hafði haldið. Þannig er mál með vexti að sú meining sem ég legg í Guð er einhver sem hefur alvald yfir mér og núna þegar ég ætlaði að fara að láta flakka einhverja tóma tjöru hér á netinu setti konan mín niður fótinn og sagði nei. Þarna sem ég sat eða öllu heldur lág upp í sófa heima hjá mér sá ég það að það væru í raun tveir guðir í mínu lífi... Guð almáttugur og svo konan mín. Að sjálf sögðu mun ég reyna að þræta fyrir þessa hræðilegu staðreynd, spurninginn er bara hvort einhver trúi mér.

Annar er farinn að gera tilkall til sömu valda í lífi mínu en það er sonur minn sem virðist geta fengið mig til að gera nánast hvað sem er. Ef þetta er sett upp í einhvers konar stéttarskiptingu innan heimilisins þá er konan mín efst, svo kemur sonurinn, svo líklega ég, síðan hundurinn og loks gólfmoppan. Hvað ætli sé langt í að ég verði orðinn neðstur.

Á meðan á þessum skrifum stendur er hundurinn að fá að borða og það á undan mér. Hver sá sem hefur séð einhver dýralífs þátt með David Attenborough veit að í hópi hunda fær sá valda mesti fyrstur að borða og síðan koll af kolli. þannig að nýja röðinn er konan, sonurinn, hundurinn, ég og síðan moppurinn. Þetta er ekki farið að líta vel út.


Skammast mín...

Mér var í dag bent á það að ef ég ætlaðist til þess að fólk nennti að lesa bloggið mitt yrði ég að skrifa eitthvað á það, fólk nennti hreinlega ekki að lesa þessa einu færslu sem ég hef skrifað aftur og aftur. Af þessum sökum hef ég ákveðið að skrifa eitthvað rugl hérna en að hafa það í nokkrum færslum. Þannig lítur út fyrir að ég sé geðveikt duglegur að blogga...

Ég er týndur...

Ég hafði aldrei áttað mig á því að ég væri týndur... ég hafði þess vegna aldrei leitað að mér og en síður fundið mig. En við það að vera spurðu að því hver ég væri eiginlega eftir heljarinnar rifrildi við sjálfan mig inná klósetti komst ég að því að ég hef verið týndur og þarf að finna mig til þess að komast að því hver ég er... 

Spurningin er kannski ekki hvort ég þarf að finna mig heldur hvernig ég ætla að finna mig? Hvar á ég að byrja?  Hvað er það sem gerir mig að því sem ég er, hvað svo sem það er? Leit mín þarf að byrja einhverstaðar og hvar er betra að byrja en heima hjá mér? Ég hlýt að finna mig þar, ef ekki þar hvar þá? En hvar á ég heima? Hvað er hið raunverulega heimili mitt? Er það húsið sem ég bý í eða er einhverstaðar annars staðar? Jú vissulega er húsið þar sem ég bý heimili mitt en er það eina heimili mitt er það eini staðurinn þar sem ég bý. Nei, heimili mitt er líka þar sem þeir sem ég elska eru, sem flækir málið dálítið. Þarna er ég strax kominn með nokkra staði til að leita á.

Áður en ég byrja að leita ætla ég þó að biðja hvern þann sem sér þessa færslu og skildi kannast við það að hafa séð mig eða heyrt að láta mig vita svo ég geti náð í sjálfan mig.

 


Höfundur

Daði
Daði
Hjálpið mér að finna mig, ég er týndur!!!
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband